Mottumars er eitt af stærstu árvekni átökum Krabbameinsfélagins, þar sem tekið er höndum saman í vitundavakningu landsmanna um krabbamein, áhættuþætti og þjónustu Krabbameinsfélagsins út um allt land.

Í ár er sjónum beint að lífstílstengdum þáttum, því staðreyndin er sú að, að minnsta kosti þriðja hvert krabbameinstilvik tengist lífsstíl. Þó að enginn sé öruggur er hægt að draga úr líkum á krabbameinum með heilsusamlegum lífsstíl.
Krabbameinsfélag Árnessýslu tekur virkan þátt í að velja heilbrigðan lífstíl og í góðri samvinnu við fyrirtæki á svæðinu er boðið uppá fjölmarga möguleika til að velja hollari og heilsusamlegri lífstíl.
GYM800 er alhliða líkamsræktarstöð á Selfossi, sem býður uppá fjölbreytta hópatíma, fullbúinn æfingasal og aðgengi að æfingaaðstöðunni allan sólarhringinn. Í Mottumars er tilboð á mánaðarkort á aðeins 10.900 kr sem felur í sér aðgang að öllum opnum tímum og líkamsræktar salnum og/eða 7.900 kr sem felur í sér aðgang að líkamsræktar salnum (open gym).
Yoga Sálir á Selfossi, bjóða félagsmönnum frítt í alla opna tíma í stundatöflunni í mars auk 20% afslátt í öll lokuð námskeið í mars.
BOX800 er persónuleg æfingastöð á Selfossi, sem leggur áherslu á að auka lífsgæði fólks í samfélaginu. BOX800 býður 25% afslátt af mánðarkortum út mars auk þess að bjóða öllum á opnar æfingar laugardaginn 22.mars þar sem aðgangseyrir eru 1500kr og mun ágóðinn allur renna til starfsemi Krabbameinsfélags Árnessýslu. Frekari upplýsingar og fyrirspurnir fara fram á facebook síðu BOX800.
Vatn og heilsa á Selfossi, býður frían prufutíma í mars, ýmist í morgunhóp, gigtarhóp eða Water HIIT. Vatnsleikfimi er hreyfing í vatni sem viðheldur og bætir líkamlegt og andlegt þrek. Þyngdarleysi vatnsins gerir allar hreyfingar auðveldari og dregur nánast úr öllu álagi á liði líkamans. Tímatöflu Vatn og heilsu má finna á heimasíðunni www.vatnogheilsa.is og áhugasamir eru hvattir til að senda post á sigrun@vatnogheilsa.is
Krabbameinsfélag Árnessýslu býður uppá tvo fyrirlestra í mars sem miða að heilbrigðum lífstíl. Annars vegar kemur Geir Gunnar næringarfræðingur til okkar 11.mars og fræðir okkur um heilbrigðar matarvenjur og hinsvegar kemur Elísabet Kristjánsdóttir Íþrótta-og heilsufræðingur til okkar 27.mars og fræðir okkur um hreyfingu og heilbrigði.
Fyrirlestrarnir eru í húsnæði félagsins að Eyravegi 31 á Selfossi og hefjast kl.16:30. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og aðgangur frír. Hvetjum alla til að mæta og fræðast í átt að betri heilsu.
Krabbameinsfélag Árnessýslu, í samstarfi við öfluga og sterka samstarfsaðila, hvetur til heilbrigðs lífsstíls og að velja þá kosti sem dregið geta úr líkum á krabbameini, kosti sem aukið geta lífsgæði og eru líklegri til að efla heilbrigði.
Lesa má nánar um Mottumars átak Krabbameinsfélags Íslands á vefsíðunni www.mottumars.is





Comments